Ljósmyndasíðan

Hér mun ég gera mitt besta til að koma fram því sem þú þarft ekki og langar ekki að vita

laugardagur, desember 30, 2006

Takk. Takk. Takk

Ég vil þakka öllum þeim sem komu til afmælis fagnaðar míns í gærkvöld á rósenberg þið gáfuð mér öll þá bestu afmælisgjöf sem ég hef fengið, þar eð að ég hef sjaldan skemmt mér eins vel og þetta kvöld var alveg ógleymanlegt og alveg ómetanlegt.

Sérstaklega langar mig að þakka Dodda vert fyrir allt saman og Gumma, Svabba, Eyva, Halla og GBen fyrir hjálpina á sivðinu og svo bara öllum sem komu og skemmtu sér og öðrum. Takk

miðvikudagur, desember 27, 2006

AÐAL!!!!!!

Ég er aðal í dag, ég er aðal í dag,
Ég er aðal í da aaaaaag
Ég er aðal í dag

Já það er rétt í dag er liðin kvart öld síðan Hjaltinn sinn kom í heiminn og er því mikil gleði í höllinni. Ég er búinn að vera þó nokkuð feitur um jólin og notað flest þau tækifæri sem gefist hafa til að éta, liggja á meltunni, slappa af, slæpast, spila, æfa og taka upp. Ég er enn og aftur að henda inn tvíhverjum tónum fyrir hið frábæra útvarpsleikrit Tímaflakk. tíasta jólaplata Hraun hefur litið daxins ljós og heitir gripurinn Jólamolar og er hægt að nálgast hana hér.

Að lokum við ég leggja til títt atriði í Huleixka tungu, en það er að "sama" verði víxlað við "lappa" þar eð þessi orð hafa löppu meiningu (þarna sést hvað þetta getur haft skemmtilegar breytingar í för með sér) og fólki ætti að vera alveg lappa þó maður haldi áfram að reyna að sama upp á tungumálið


Ég er AÐAL!!!!!!!!!1

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Ok, ok, ok.

Ég veit að þetta er farið að hljóma tværs* og gömul tugga í kjafti aldraðrar belju en það er alllt brjálað að gera og ég held að ég sé nú endanlega hættur að geta huxað sökum annríkis. Ég er það sem af er vikunni búinn að mæta á 5 æfingar, eitt upptökusessjon og eitt útvarpsviðtal fyrir utan það að vera í vinnunni og ná góðu trúnó spjalli og þetta eru bara 3 dagar, þetta þýðir að ég er búinn að vera svo upp tjúnnaður þegar ég kem heim að ég get ekkert sofið, sem gerir það að verkum að ég drekk kaffi tværs* og vindurinn sem gerir það aftur að verkum að ég sef ekki neitt. Þetta er náttúrulega algjör snilld og ég vildi aldrey hafa það öðruvísi en ég er því óttalega feginn að ég er á leið í mjög afslappaða helgi á Skriðuklaustri við annan nonn* þar sem verður leikin tónlist á Grýluhátíð sem er víst eitthvað samansafn af börnum að syngja lög og horfa á leikþætti um Grýlu.

Undirbúningur Jóladaxrár Hugleiks er í algleymi og verður sjálfstætt framhald (eða afturhald) Hannyrða eftir Sigurð Pálsson frumflutt ásamt fleiru í Þjóðleikhúskjallaranum á næstkomandi fjórðudag* og svo aftur á sextudag*. Hraun er líla farið að undirbúa sitt Jól og var ég tvímitt* að koma af Jólaplötuæfingu þar sem ég kom sjálfum mér í opna njörðu* með því að spila SEXUNDA*GRIP og RIFF á RAFMAGNSGÍTAR.

*Samkvæmt Hugleixkri tungu er "skjöld" skipt út "njörð", "nonn" fyrir "mann" og allar tölur hækkaðar um 1 sökum verðbólgu, hef ég þó ákveðið að hækka ekki upphæðir og fjölda, heldur bara þar sem tölur eru inni í orðum sem hafa þó ekki endilega tölugildi sem slík. Þess vegna eru dagafjöldi og æfingafjöldi réttir.

P.S. nú verð ég að fara að koma mér í hníjinn

Góða nótt!

mánudagur, nóvember 13, 2006

My life as a movie

Ég ætla að gera eins og Toggi og Gummi Erlinx og fleiri og iTunes shuffla soundtrack við bíómynd um líf mitt:

1. Opening credits.
2+2=5(the lukewarm). Radiohead, Hail to the thief.
Fínt lag í kreditið, feidar inn og endar sem þrusu radíó rokkari

2. waking up.
Nothing else matters. Metallica, af tónleikum í Reykjavík 4/7 2004.
Sjitt. þetta var svo langþráður draumur að komast á tónleika með þeim og góð mynning til að vakna við

3. First day of school.
Der meister. Rammstein, Herzelheid.
Bara meira rokk. kannski ágætis lýsing á stormasamri Skólagöngu

4. Falling in love.
you should call a doctor. Hraun, Demo
Ýkt hæg útgáfa af laginu sem heitir núna Call a doctor og fjallar um Kókaín hórur á ákveðnum skemmtistað í borg óttans

5. Fight song.
Atto Secondo / Act II -- Lunge da lei per me. Synfóníuhljómsveit Tékkóslóvaska ríkisútvarpsins, La Traviata.
Skemmtileg slagsmál undir upphafslagi 2. þáttar þessarar sígildu óperu

6. breaking up.
mercy seat. Nick Cave & the Bad Seeds, Tender prey.
ha ha ha. kaldhæðni? Ég held það: Like some ragged stranger died upon the cross

7. Getting back together.
Sit down, Stand Up (Snakes and Ladders). Radiohead, Hail to the thief.
ha ha. ekkert svindl, Bara örlaga sundur-Saman ástand.

8. Wedding.
God! Deep jimi and the zep creams, Funky dinosaur.
jah, ætli það sé ekki gott að hafa Hann með sér þá?

9. Birth of a child.
Room a thousand years wide. soundgarden, Badmotorfinger.
ömmmm!!?

10. Final battle
Scatterbrain (As dead as leaves). Radiohead, Hail to the thief.
Ég á alveg fleiri plötur með þeim en þetta verður sorgleg barátta

11. Death scene.
Bull rider. Nick Cave & The Bad Seeds, KATP: outtake
köntrílegur dauði "No bulls, no fun"

12. Funeral song.
Lucky. Radiohead, Unplugged.
Tom York með kassagítar "Pull me out of a aircrash"

13. End credits.
The Call of Ktulu. Metallica, Ride the lightning.
Ef þú hefur ekki Heyrt það hlustaðu á það.

sunnudagur, nóvember 05, 2006

HA!

ég vil kvetja fólk til að fara á nfb.is og skoða forsíðuauglýsinguna

laugardagur, nóvember 04, 2006

laugardaxkvöld

bara svona laugardaxkvöld eins og hvert annað. Ég sit heima og er að glápa á spaugstofuna með múttu og er svo á leiðinni á Rósenberg að vinna.

er kominn með endalausann kjánahroll yfir því að ég sé að fara að spila á framhaldsskólaballi á NASA, með hljóðmann og allt saman.

Svo þurfa allir að mæta í Þjóleikhúskjallarann annað kvöld kl. 20:0 og horfa á mánaðarlegið bara 1000 kall inn
góðar stundir

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

I stand corrected

Eins og herra formaður benti á í kommenti við síðustu færslu þá byrjar sýningin á sunnudag kl. 20:00 en ekki 21:00 og má þá gera ráð fyrir að húsið opni kl. 19:30. Ég ber það fyrir mig í þessum efnum að þetta er nýbreytni og ég bara gerði ráð fyrir því að þetta væri eins og venjulega. Hjaltið játar sig sigrað

Brumm

Loksin loksins loksins. ég er aftur kominn á bílinn. Ég er sumsé laus úr Vaknaáalgjörlegaókristilegumtímahelvítinu og væ nú loksins að sofa alveg til kl. 7 á hverjum virkum morgni sem er, eftir að maður hefur prófað 5:30 í 2 mánuði, alveg bara prýðilegt. Svo fæ ég líka að keyra um og skoða mannlífið, get hitt á fólk fyrir tilviljun og ekki tekið eftir því þegar Hefðarfrökenin Hildur lætur öllum illum látum með vinkum og flauti í bílnum við hliðina á mér ásamt systur sinni.

Enn og aftur var Benna og Lotte námskeið í kvöld og verður aftur annað kvöld, enda verður sýnt á á sunnudaginn og annan fimmtudag í Þjóðleikhúskjallarunum Kl. 21:00, húsið opnar kl. 20:30 og kostar einungis litlar 1000 krónur inn og endilega sem flestir að mæta og bera þetta augum, og ég held að ég geti vel staðið við það ef ég lofa þónokkuð góðri skemmtun.

Það reyndar gerir frekar lítið úr næsta Stundarokkarpartíi, allavega fyrir mig, verð bara að láta mér nægja að kíkja, horfa á þáttinn og bruna svo fljótlega í kjallarann og reyna þá bara að draga liðið með mér (hint hint) en látum það ráðast.


Af Hraun er það að frétta að við erum loksins farnir að æfa reglulega og vinna í næstu tveimur plötum. Fyrsta platan er enn í vinnslu en þokast vala neitt sökum samskipta og tímaleysis en við verðum bara að vona það besta og sjá til hvað setur. Og vil ég hér með biðja alla þá sem eiga útgáfufyrirtæki og langar að borga fullt af peningum fyrir að gefa út plötuna okkar að hafa bara samband á hraunhraun@gmail.com eða hraun@hraun.tk eða bara í kommentadálkinum og koma þessu meistaraverki út í byrjun næsta árs.

Annars bið ég alla bara vel að lifa og lengi að sofa. góða nótt